Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

04.04.2019, kl.17:30 - 18:00 Seltjarnarnesbær

Tónstafir - Salsakommúnan

Salsakommúnan leikur kröftuga og dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku.

Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku. Sveitin var stofnuð haustið 2016 og síðan þá hefur hún gefið út smáskífur, leikið á tónleikum og vorið 2018 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Rok í Reykjavík. Textasmíðarnar, sem allar eru á íslensku eru undir áhrifum töfraraunsæisins, sem einkennir bókmenntir Suður-Ameríku, í bland við íslenskan veruleika og er með þessu móti leitast við að etja saman þessum ólíku menningarheimum á nýstárlegan hátt.

.
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: