Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

17.06.2019, kl.10:00 Seltjarnarnesbær

17. JÚNÍ Í BAKKAGARÐI

Á 75 ÁRA AFMÆLI LÝÐVELDISINS

17. JÚNÍ Í BAKKAGARÐI - DAGSKRÁ

17. júní 2019 mynd 

Skrúðganga fer frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð kl. 12.45 Í BAKKAGARÐI

Kl. 10-12 Bátasigling frá smábátahöfninni
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Siglingar eru háðar veðri.
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Rótarýmenn taka þátt í messunni og flytur Þór Þorláksson forseti klúbbsins ræðu. Boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messu í safnaðarheimilinu.
Kl. 12.45 Skrúðganga fer frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð Lúðrasveit Tónlistarskólans, trúðar, stultufólk og fánaberar í broddi fylkingar ásamt lögreglufylgd.

DAGSKRÁ Í BAKKAGARÐI HEFST KL. 13.00

Lalli töframaður kynnir og skemmtir gestum
Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan 2019 flytur ljóðið Ísland eftir Margréti Jónsdóttur.
Ronja Ræningjadóttir syngur á ævintýralegan hátt fyrir smáa sem stóra.
Bríet tónlistarkonan snjalla sem var valin bæði söngkona ársins og bjartasta vonin 2019.
JóiPé X Króli rappararnir sívinsælu troða upp eins og þeim einum er lagið.

Vöfflusala í Félagsheimilinu frá kl. 15 – ALLIR VELKOMNIR

LEIKTÆKI OG STEMNING FRÁ KL. 13-15 – FRÍTT Í ÖLL TÆKI Í BAKKAGARÐI

LAZERTAGVÖLLUR - ÞRAUTABRAUT - RENNIBRAUT - HOPPUKASTALI - VATNABOLTAR - MYNDASPJÖLD - ANDLITSMÁLNING - HESTATEYMINGAR - CANDY FLOS - BLÖÐRUR - FÁNAR - ÞJÓÐHÁTÍÐARNAMMI - PYLSUR - PÖNNUKÖKUR - KAFFI OG HVAÐ EINA!

- EITTHVAÐ FYRIR ALLAN ALDUR! Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: