Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

31.08.2019, kl.11:00 - 14:00 Seltjarnarnesbær

Fjölskyldudagur í Gróttu

Kl. 11.00-14.00 - FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU
 • Gróttuviti opinn - einu sinni á ári býður Seltjarnarnesbær gestum í Gróttu að ganga upp í vitann og njóta hins óviðjafnanlega útsýnis þegar efst er komið.
 • Klifurmeistarar úr klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita kl. 11.30, 12.30 og 13.30.
 • Svavar Knútur trúbator spilar, syngur og skemmtir gestum í Fræðasetrinu og mögulega víðar í Gróttu.
 • Rjúkandi vöfflukaffi, grillaðar pylsur, kaffi og djús til sölu í Fræðasetrinu og Albertsbúð á vegum Soroptimistaklúbbsins á Seltjarnarnesi til styrktar góðu málefni.
 • Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.
 • Margrét Arnardóttir þennur nikkuna hér og þar undir berum himni
 • Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness verða í Albertsbúð og segja áhugasömum frá þessari sögufrægu sjóbúð Alberts vitavarðar, endurbótunum og bryggjunni sem og svara spurningum gesta.
 • Söngstund barnanna í Albertsbúð kl. 12.00-12.30 þegar að Sveinn Bjarki Tómasson kennari og umsjónarmaður sunnudagaskóla Seltjarnarness mætir með gítarinn og syngur með börnunum.
 • Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli munu sjá um að ferja þá sem þurfa yfir eiðið.

 • AFLEGGJARINN - Sýning og myndasmiðja í Vitavarðarhúsinu - Viktor Pétur Hannesson listamaður hefur varið sumrinu í leit að litum og línum úr íslenskri flóru sem hann nýtir í grafíkverk. Hann hefur keyrt um landið á Afleggjaranum; húsbíl með tjaldvagni sem hefur nýst honum sem heimili, vinnuaðstaða og sýningarrými í ferðinni. Nú hefur Viktor staldrað við í Gróttu og sett upp sýningu í Vitavarðarhúsinu á grafíkverkum sem hann hefur unnið sérstaklega úr gróðri af Seltjarnarnesi en einnig verða til sýnis nokkur verk frá ferð hans um landið.
 • Myndasmiðja - gerðu þitt eigið grafíkverk hjá Viktori - Á fjölskyldudeginum býðst öllum sem vilja að gera sitt eigið grafíkverk, velja jurtir og liti sem Viktor þrykkir á pappír í póstkortastærð. 
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: