Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

26.05.2020 - 03.09.2020 Seltjarnarnesbær

SUMARLESTUR í Bókasafni Seltjarnarness

Sumarlestur 2018 í Bókasafni SeltjarnarnessSumarlestur fyrir grunnskólabörn verður á bókasafninu í sumar.

Verkefnið hefst 26. maí og stendur til 3. september.

Hægt er að byrja hvenær sem er, en skráning fer fram þegar mætt er í fyrsta sinn.

Allt sem þarf að gera er að skrá lesnar bækur á lestrarblöð. Þar á að tiltaka titil bókar, blaðsíðufjölda og skrifa stutta umsögn um bókina.

Eftir hverja lesna bók fá allir broskarl og stimpil bókasafnsins.

Sumarlestur hefur það að markmiði að viðhalda og auka lestrarfærni barna. Allir sem taka þátt í sumarlestri eru með í föstudagsverðlaunum og verða fjögur verðlaun dregin út alla föstudaga í sumar. Uppskeruhátíð sumarlesturs verður svo haldin í september. Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur og boðið upp á óvæntar uppákomur.

 
Viðburðir

« maí 2020 »
SMÞMFFL
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: