Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

04.06.2020 - 15.08.2020 Seltjarnarnesbær

GALLERÍ GRÓTTA "Mér er um og ó" Solveig Thoroddsen


Galleri Grotta Mer er um og oSolveig er fædd 1970 í Reykjavík.  Hún stundaði B.A. nám við Myndlistardeild LHÍ 2007-2010 og útskrifaðist með meistaragráðu frá sama skóla árið 2015. Solveig hefur verið virkur myndlistarmaður allar götur síðan.  ,,Mér er um og ó” er hennar 3ja einkasýning.   Meðfram myndlistarnáminu hefur Solveig fengist við grunnskólakennslu og leiðsögn ferðamanna. 
 
Þjóðsögurnar hafa fylgt mér síðan ég var lítil stúlka sem gróf sig ofan í þær og las spjaldanna á milli. Sem fullorðinn myndlistarmaður hefur myndlist mín gjarnan haft femínískar tilvísanir og hef ég einblínt á þau sjónarhorn, út frá mér sem konu. Í íslensku þjóðsögunum má alveg fullyrða að hlutur kvenpersóna er áberandi. Þær eru ástsjúkar, trylltar, dulmagnaðar, örvæntingafullar, blíðar, sterkar, klókar og úrræðagóðar.  Þær eru gerendur og miklir örlagavaldar, í eigin lífi og annarra. Þær birtast einnig sem fórnarlömb þjóðfélagslegra aðstæðna og viðmiða, en undartekningarlaust bregðast þær við þeirri stöðu sinni á áhrifaríkan hátt.
Hér er fjallað um nokkrar af þekktustu þjóðsögum okkar, s.s. ,,Móðir mín í kví, kví” og ,,Miklabæjar-Solveig” en einnig gerði ég mér mat úr lítt kunnari sögnum, en forvitnilegum eins og ,,Björn á börn” og ,,Brauðið er vætt í blóði”.
 
Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði.

Sýningin stendur til 15. ágúst 2020.
 
ATH!
Að gefnu tilefni minnum við á að allar sóttvarnareglur eru í heiðri hafðar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Handspritt er við alla innganga, gestir eru hvattir til að virða tveggja metra regluna eins og kostur er og ekki verður boðið upp á veitingar.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: