Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

24.09.2020 - 17.10.2020 Seltjarnarnesbær

Með aðferðum gömlu meistaranna" í Gallerí Gróttu

Sýningarhópurinn Úmbra sýnir "Með aðferðum gömlu meistaranna" í Gallerí Gróttu

Bodskort Sýningarhópurinn ÚmbraSýningarhópurinn Úmbra opnaði sýningu sína "Með aðferðum gömlu meistaranna" í Gallerí Gróttu 24. september sl. Sýningin stendur til 17. október. Opið mán-fim 10-19 og fös 10-17.
Sýnendur eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í olíumálunartækni gömlu meistaranna hjá Stephen Lárus Stephen í Myndlistarskóla Kópavogs.
Myndverkin eru fjölbreytt, svo sem landslagsverk, portrettmyndir, uppstillingar, endurgerðir frægra verka, módelmyndir, náttúrulífsmyndir, helgimyndir og fleira.

Sýnendur:

Abba, Aðalbjörg Þórðardóttir • Alla Plugari • Anna Henriksdóttir • Árni Svavarsson • Bjarnveig Björnsdóttir • Bragi Einarsson • Halldór Víkingsson • Jóna Guðrún Ólafsdóttir • Maja Loebell • Marteinn Steinar Jónsson • Ruth Jensdóttir • Unnur Skúladóttir

 

Verið velkomin í Gallerí Gróttu.
ATH! Allar sóttvarnareglur eru í heiðri hafðar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Handspritt er við innganga og gestir eru hvattir til að virða nándarregluna eins og kostur er.

Sjá nánar á fb-síðu Gallerí Gróttu: https://www.facebook.com/GalleriGrotta

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: