Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

21.01.2021 - 13.02.2021 Seltjarnarnesbær

JARÐSÖGUR - Sýning í Gallerí Gróttu


Verið hjartanlega velkomin á Jarðsögur, sýningu Auðar Vésteinsdóttur, Elísabetar Haraldsdóttur og Sigríðar Ágústsdóttur í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 21. janúar kl. 14-18:30.
Listakonurnar eiga það sameiginlegt að nýta sér miðla handverks og nytjalistar við sköpun einstakra listaverka með aðferðum leirlistar og listvefnaðar. Allar eiga þær að baki langan listferil og búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á efniviðnum og möguleikum hans. Listakonurnar segja sögur með náttúrulegum efnivið eins og ull, hör, jarðleir og postulíni, sem hefur vísun í jörð, náttúru og landslag. Líkt og í náttúrunni geta óvæntir hlutir gerst í vinnuferlinu og útkoman er ekki alltaf fyrirséð. Fyrirbæri náttúrunnar samlagast efninu í myndvefnaði Auðar og leirverkum Elísabetar og Sigríðar þar til fullkomið samband næst milli hugar og handar.
Sýningarstjóri er Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Jarðsögur Sýning Gallerí Grótta

Sýningin stendur til 13. febrúar 2021
Sjá nánar á fb-síðu Gallerí Gróttu: https://www.facebook.com/events/866226564138603

ATH!

Sýningin stýrist af þeim takmörkunum sem Covid-19 setur okkur. Opið kl. 10-18:30  mánudaga-fimmtudaga, 10-17 föstudaga og 11-14 laugardaga.

Ekki er boðið upp á veitingar.

Gestir eru beðnir um að virða grímuskyldu og viðhafa 2ja metra reglu.

Hámark gesta í rými er 20 manns.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: