Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

18.03.2021 - 10.04.2021 Seltjarnarnesbær

Surtsey – Mosabollar í boði náttúrunnar í Gallerí Gróttu

Bodskort Surtsey-Mosabollar í boði náttúrunnar

Þórunn Bára lauk myndlistarnámi, BAhons frá Edinborgarháskóla, og MASL frá Wesleyan háskóla í CT, Bandaríkjunum. Hún er félagi í SÍM og hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis.

Þórunn hefur undanfarinn áratug skoðað hvernig við skynjum náttúruna umhverfis okkur. Og hvernig náttúran tengist okkar eigin vitund og upplifun í gegnum skilningarvitin, eigin reynslu og innleggi náttúruvísindamanna. Við erum sjálf hluti af náttúrunni og því felst í þessu ákveðin sjálfsskoðun.

Aðalsmerki lífs eru sífelldar breytingar og tilraunir. Vistkerfið er margbreytilegt og samofið ýmsum ferlum. Jörðin hefur síðasta orðið. Velferð okkar er bæði bundin breytingum sem eru úr okkar höndum og einnig áhrifavöldum, þar sem hugsun okkar og hegðun vegur þungt.

Að fást við list, skapa og skoða, hjálpar okkur að skynja umhverfið og að setja lífið í samhengi. Við eigum að gefa okkur tíma til að horfa, nema og setja það sem við upplifum í samhengi við eigin tilfinningar, reynslu og staðreyndir náttúruvísindanna. Þetta gefur okkur tækifæri til að minnka firringu, finna frið, hugsa skýrt og skilja tilveru okkar.

Fegurð náttúrunnar og gæði eru mannbætandi.

ATH!

Sýningin stýrist af þeim takmörkunum sem Covid-19 setur okkur. Opið kl. 10-18:30  mánudaga-fimmtudaga, 10-17 föstudaga og 11-14 laugardaga.

Ekki er boðið upp á veitingar.

Gestir eru beðnir um að virða grímuskyldu og viðhafa 2ja metra reglu.


Sjá nánar á facebook-síðu Gallerí Gróttu: 

https://www.facebook.com/GalleriGrotta


 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: