Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

01.06.2021 - 31.08.2021 Seltjarnarnesbær

SUMARLESTUR Í BÓKASAFNI SELTJARNARNESS HEFST 1. JÚNÍ

Sumarlestur 2018 í Bókasafni SeltjarnarnessSUMARLESTUR stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst.

Börn á Seltjarnarnesi munu fá lestrardagbók afhenta í skólanum og verða skráð til leiks þegar þau heimsækja

bókasafnið. Önnur börn sem vilja vera með, geta sótt sér lestrardagbók á bókasafnið. Við hverja heimsókn í safnið

fá börnin stimpil í lestrardagbókina sína. Lestrardagbókin heldur utan um heildarlestur sumarsins.

LESTRARHAPPAMIÐI

Hægt er að fylla út og skila inn lestrarmiða (bókamerki) á bókasafninu fyrir hverja lesna bók. Úr þeim verður dregið

alla föstudaga og hljóta heppnir þátttakendur vinninga. Þátttakendur skila inn lestrardagbókum sínum í lok sumars, fyrir 31. ágúst. Uppskeruhátíð verður haldin í september og allir skráðir þátttakendur fá viðurkenningu.  Þau börn sem lesa mest fá bækur í verðlaun fyrir góðan árangur.  

Öll börn eru velkomin á uppskeruhátíðina þar sem verður bæði gleði og gaman!

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: