Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

10.06.2021 - 10.08.2021 Seltjarnarnesbær

Ljósmyndasýning í Gallerí Gróttu - Árni Árnason

Gallerí Grótta sumar 2021

FUGLALÍF  - FUGLARNIR Í NÁGRENNI OKKAR

Sýning á fuglaljósmyndum Árna Árnasonar í Gallerí Gróttu, 

Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltjarnarnesi

10. júní til 10. ágúst 2021

Á sýningunni eru sýndar um 90 ljósmyndir af algengum fuglum í náttúru Íslands. Allt að 50 fuglategundir koma þar við sögu, bæði staðfuglar og sumargestir. Flesta fuglana má sjá í eða við þéttbýli en aðrir halda sig helst fjarri þéttum byggðum. Þá eru nokkrar myndir af dúfum en þær hafa verið að ná sér á strik á undanförnum árum eftir að hafa nánast verið útrýmt hér á höfuðborgarsvæðinu.

Myndirnar á sýningunni eru teknar bæði að sumri og vetri á undanförnum árum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og á suðvestur horni landsins. 

Árni Árnason, kennari, höfundur og þýðandi, hefur tekið myndirnar. Árni er áhugaljósmyndari og hefur einkum fengist við að mynda fugla. Árni var um árabil kennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.

Pétur Thomsen, ljósmyndari, annaðist prentun myndanna. 

Allar myndir á sýningunni eru til sölu.

Sýningin verður opnuð kl 16.00 fimmtudaginn 10. júní nk. 

 

Opið virka daga frá kl. 10-18:30 og fös 10-17

Sýningin stendur frá 10. júní til 10. ágúst nk.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: