Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

07.10.2021 - 30.10.2021, kl.17:00 Seltjarnarnesbær

SÝNINGAROPNUN Í GALLERÍ GRÓTTU

Malverk Guðrún EinarsdóttirGuðrún Einarsdóttir myndlistarkona á Seltjarnarnesi opnar sýningu sína MÁLVERK í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarness 2021.
Guðrún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Hún stundaði einnig nám í fjöltæknideild við sama skóla. Síðan hefur Guðrún unnið óslitið að myndlist og sýnt reglulega hér heima og erlendis.

Verkin á sýningunni eru öll unnin á undanförnum árum. Guðrún hefur gert tilraunir með olíuliti, olíur og aðferðir þar sem birtingarform efnanna opna sífellt nýja sýn á virkni efnanna við gerð þeirra. Verkin eru lengi í vinnslu og taka breytingum í ferlinu eins og í öllu náttúruferli sem Guðrún hefur sótt innblástur í frá upphafi ferilsins.
 
Guðrún var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1999.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: