Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

23.11.2021, kl.20:00 - 22:00 Seltjarnarnesbær

RITHÖFUNDAKVÖLD - Bókasafn Seltjarnarness


Rithöfundakvold 2021
Okkar geysivinsæla höfundakvöld verður á sínum stað í nóvember.
Fjórir höfundar kynna nýjar bækur sínar. Þeir eru; Auður Jónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Haukur Ingvarsson og Ásdís Halla Bragadóttir.
Helga Ferdinandsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum.

ATH!! Viðburðinum verður streymt gegnum Facebook-síðuna fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta.

Vegna samkomutakmarkana verður fyrirkomulag á rithöfundakvöldinu eftirfarandi:

 • Bókasafninu verður skipt upp í tvö 50 manna sóttvarnarhólf

  • Inngangur í hólf A er frá Hagkaup

  • Inngangur í hólf B er frá Eiðistorgi  QR kóði Rithöfundakvöld 2021

 • Gestir þurfa að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Hægt er að:

  • Forskrá sig hér (QR-kóði):

  • Skrá sig á staðnum 

 • Gestir noti andlitsgrímu og handsótthreinsir verður við innganga á safninu

 • Allir eru hvattir til að huga að persónubundnum sóttvörnum.

Hjólastólaaðgengi er frá Hagkaupum og við Arna ís og kaffibar Eiðistorgi 15Allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. Rithöfundakvöldinu verður einnig streymt í gegnum FB síðu bókasafnsins fyrir þá sem ekki sjá sér fært að koma.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: