Gallerí Grótta

Sýningarsalur Seltjarnarness

Gallerí Grótta lógó/merki

Eiðistorgi 11, 2. hæð
Seltjarnarnes
Sími 5959 170
gallerigrotta@seltjarnarnes.is

https://www.facebook.com/GalleriGrotta

Póstlisti íkon

Fyrirkomulag vegna sýningarhalds í Gallerí Gróttu 

* Stjórnendur salarins velja sýnendur til sýningarhalds en einnig er hægt að sækja um sýningarhald í salnum
* Sýnendur greiða ekki fyrir sýningarhald í Gallerí Gróttu
* Sýnendum er ekki greitt fyrir sýningarhald
* Sýningar eru á ábyrgð sýnenda og trygging verkanna í þeirra höndum
* Gallerí Grótta tekur ekki þóknun fyrir sölu á verkum sem þar eru til sýnis 
* Sýnendur sjá sjálfir um upphengi og niðurtöku í samráði við starfsmenn salarins (helstu áhöld til upphenginga eru á staðnum s.s. naglar, hamar, hallarmál o.fl.)
* Sýnendur standa straum af kostnaði sem kann að felast í uppsetningunni nema um annað sé samið sérstaklega
* Sýnendur skili texta um sýninguna, CV og myndum í prenthæfri upplausn minnst mánuði fyrir sýningaropnun
* Sýnendur sjá sjálfir um að sparsla í göt og pensla yfir að lokinni sýningu (efni og áhöld á staðnum)


Eftirfarandi annast stjórnendur salarins:
* hönnun og uppsetningu á stuttum veggtexta um sýninguna
* hönnun og prentun á staðlaðri sýningarskrá (ein A5 síða) og plakati (stærð A3, 15 stk.) sem dreift er um nágrenni salarins 
* útsendingu rafrænna fréttatilkynninga og myndefnis til fjölmiðla og á póstlista 
* hönnun og útsendingu á rafrænu boðskorti á póstlista og til tengdra félagasamtaka
* gerð viðburðar á Facebook 
* ljósmyndatöku á sýningaropnunum
* léttar veitingar á sýningaropnun

Gallerí Grótta er opið mánudaga til fimmtudaga 10-19, föstudaga 10-17 og laugardaga 11-14. Ef sýnendur óska þess að hafa opið á öðrum tímum þá er það auðsótt en þeir sjá sjálfir um yfirsetu. 
Umframopnun þarf helst að liggja fyrir áður en kynning á sýningunni fer fram þannig að slíkt geti komið fram á plakati og á boðskorti.


Allar sýningar í Gallerí Gróttu

Sýningar í Eiðisskeri (nú Gallerí Grótta)

Útleiga fyrir minni viðburði - Sjá hér.


Menning og listir