Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrá

Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness, þann 11. desember 2019, voru samþykktar breytingar á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness fyrir heitt vatn. 

I. KAFLI

1. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness selur hitaorku úr hitakerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð á Seltjarnarnesi, og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum, sem settar eru í gjaldskrá þessari sbr. reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnar­ness nr. 237, 4. mars 2011.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir heitt vatn á veitusvæðum Veitustofnunar Seltjarnarness.

Í ríkissjóð skal greiða sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Innheimta skatts­ins er miðuð við áætlaða sölu. Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjald­skrá þessari.

2. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vatnsæðar hennar, í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi hitaveitustjóra.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur setja rennslismæla við hvert upphitunarkerfi og miðast gjald hitaveitunnar fyrir selda orku við mælda rúmmetra vatns.

Veitustofnun Seltjarnarness lætur húseigendum í té aukamæli, ef þess er óskað.

II. KAFLI

3. gr.

Gjöld fyrir afnot af heita vatninu eru sem hér segir:

Tegund  Veitusvæði  Kr.  2% skattur   Grunnur
Einingaverð Sala í þéttbýli, húshitun 93,30  1.87 kr/m³
Einingaverð Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu 93,30  1.87 kr/m³
Einingaverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 93,30  1.87 kr/m³

Tegund  Stærð mælis  Kr. 2% skattur  Grunnur 
Fast verð A: 15 mm og stærri
23,60  0.47  kr.á dag 

Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er sam­kvæmt mæli.

Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

4. gr.

Hitaveitugjöld verða krafin annan hvern mánuð, og skulu þau greiðast til innheimtu­stofnunar, sem bæjarstjórn ákveður. Það eru vanskil ef gjöld eru ekki greidd innan 15 daga frá gjalddaga. Heimilt er að reikna dráttarvexti eins og þeir eru ákveðnir hjá innlána­stofnunum sbr. 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

III. KAFLI

5. gr.

Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð kr. 237.197,00

Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ kr. 283 pr. m³

Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ kr. 189 pr. m³

1 rennslismælir á grind kr. 75.037,00

6. gr.

Gjöld skv. 5. gr. eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar. Er veitunefnd heimilt að breyta þeim í samræmi við þær breytingar, sem á nefndri vísitölu verða, að fenginni staðfestingu iðnaðarráðuneytisins hverju sinni.

7. gr.

Nú eru leyfð afnot af heitu vatni til annars en til húshitunar, og er þá Veitustofnun Seltjarnarness heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.

8. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

9. gr.

Veitustofnun Seltjarnarness hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með 3ja daga fyrirvara.

Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 1.100 í hvert skipti.

10. gr.

Eftirlitsmanni Veitustofnunar Seltjarnarness skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun heita vatnsins.

Við gjaldskrána bætist virðisaukaskattur samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af veitustjórn og bæjarstjórn Seltjarnarness staðfestist hér með samkvæmt reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237, 4. mars 2011 og orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. nóvember 2012 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, heitt vatn nr. 1289/ 2011.Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: