Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Bæjarstjóri

Bæjarstjóri

Ásgerður HalldórsdóttirBæjarstjóri er framkvæmdastjóri Seltjarnarnesbæjar, ráðinn af bæjarstjórn.  Hann er æðsti embættismaður bæjarins og jafnframt æðsti yfirmaður starfsmanna hans. Núverandi bæjarstjóri, Ásgerður Halldórsdóttir, er einnig kjörinn bæjarfulltrúi, skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum.  Hún hefur setið í bæjarstjórn síðan 2002 og verið formaður fjárhags- og launanefndar bæjarins auk fleiri trúnaðarstarfa.

Ásgerður er fædd 6. júní 1956. Hún er uppalin á Seltjarnarnesi, dóttir Ingveldar Viggósdóttur og Halldórs Sigmundssonar. Stjúpfaðir hennar frá 7 ára aldri, sem nú er látinn, var Gísli Ólafson forstjóri. Maki Ásgerðar er Kristján Guðlaugsson, kerfisfræðingur, og eru börn þeirra þrjú.

Ásgerður lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti árið 1984 og prófi í viðskiptafræðum (cand.oecon gráðu) frá Háskóla Íslands árið 1990.

Áður en hún tók við starfi bæjarstjóra starfaði hún sem forstöðumaður fjárhagsdeildar hjá Íslandsbanka.

Netfang Ásgerðar er asgerdur@seltjarnarnes.is

Íbúum Seltjarnarness og öðrum sem eiga erindi við Ásgerði er velkomið að líta við á bæjarskrifstofunni að Austurströnd 2 á opnunartíma.  Einnig er hægt að bóka viðtalstíma í síma 595-9100.


 
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: