Stjórnsýsla

Fundargerðir

Hér er að finna fundargerðir bæjarráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Bæjarráð

Bæjarráð fundur nr. 39

31/10/2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Mánudaginn 31. október og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 1. Málsnúmer: 2016030130
  Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
  Tekjur:
  Útsvar, álagningarhlutfall 13,70%
  Fasteignagjöld verði óbreytt.
  Fasteignaskattur, A-hluta - íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,20%, af fasteignamati.
  Fasteignaskattur, B-hluti - opinbert húsnæði, álagningarhlutfall 1,32%, af fasteignamati.
  Fasteignaskattur, C-hluti - atvinnuhúsnæði og óbyggt land, álagningarhlutfall 1,1875% af fasteignamati.
  Lóðarleiga: A-hluta verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar.
  Gjalddagar fasteignagjalda eru 10.
  Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, ssamkvæmt samþykktum reglum þar um.
  Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,10% af fasteignamati.
  Sorphirða: kr. 23.800.-, á hverja eign.
  Fráveitugjald: Álagningarhlutfall 0,14% af fasteignamati.
  Arðgreiðsla Vatnsveitu til Aðalsjóðs á árinu 2017 verður kr. 20.000.000.- og er hún tekjufærð hjá Aðalsjóði, í ársreikningi A og B hluta er sú tekjufærsla bakfærð.
  Helstu gjaldskrár hækki um 4% til að mæta verðlagsbreytingum ársins 2017.

  Gjöld:
  Laun eru hækkuð til samræmið við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög, sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt. Gjaldaliðir sem fylgja vísitölubreytingum eru uppreikningar m.v. áætlaðar verðlagsbreytingar ársins 2017.

  Íbúafjöldi:
  Gert er ráð fyrir fjölgun íbúa sé 70 á árinu 2017.
  Samkvæmt ákvæði 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.
  Bæjarráð vísar tillögu um álagningu gjalda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 2. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 30. september 2016.
  Fjármálastjóri fór yfir fyrstu níu mánuði ársins.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 09:15

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: