Stjórnsýsla

Fundargerðir

Hér er að finna fundargerðir bæjarráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Bæjarráð

Bæjarráð fundur nr. 112.

23/12/2020

Miðvikudaginn 23. desember, 2020 og hófst hann kl. 13:00.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson, áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 mætti Ari Eyberg mannauðsstjóri og Alda Gunnarsdóttir launafulltrúi á fjarfund.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020120307 – Niðurstöður stofnana um styttingu vinnutíma dagvinnufólks samkvæmt kjarasamningum.
    Niðurstöður um styttingu vinnuviku lagðar fram til staðfestingar.

    Á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið voru þau Ari Eyberg mannauðsstjóri og Alda Gunnarsdóttir launafulltrúi. Ari Eyberg gerði grein fyrir vinnu við innleiðingu á styttingu vinnutímans í stofnunum bæjarins. Niðurstöður liggja fyrir í öllum stofnunum bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir tillögur stofnana um styttingu vinnutíma sem felur ekki í sér kostnaðarauka né þjónustuskerðingu og felur mannauðsstjóra að staðfesta nýtt vinnutímafyrirkomulag fyrir hverja einstaka stofnun sem taki gildi frá og með 1. janúar 2021.

    Fyrir 1. maí 2021 verði verkefnið skoðað og metið, kynntar verða fyrir bæjarráði.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:29

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: