Stjórnsýsla

Fundagerðir

Bæjarstjórn

Hér er að finna fundargerðir bæjarstjórnar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"


Bæjarstjórn

925. Bæjarstjórnarfundur.

10/3/2021

Miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til í bæjarstjórnarsal Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 304. fundar Umhverfisnefndar.
  Liður nr. 1 Málsnúmer: 2021010306.
  Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

  Bæjarstjórn tekur undir tillögu starfshópsins og umhverfisnefndar og minnir á að aukin samræming í úrgangsmálum er í samræmi við umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar.

  Liður nr. 2 Málsnúmer: 2019090236.
  Skoðun á núverandi friðlýsingarskilmálum við Gróttu frá 1984.

  Bæjarstjórn felur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra og Hannesi Hafstein formanni umhverfisnefndar að taka sæti í starfshóp Umhverfisstofnunar, þar sem skoðaðir verði bæði kostir og gallar á stækkun friðlandsins á Vestursvæðunum. Bæjarstjórn óskar eftir upplýsingum frá Umhverfisstofnun á því hvernig ferlið verður lagt upp og unnið áður en formleg vinna starfshópsins hefst.

  Fundargerðin lögð fram

  Til máls tóku: BTÁ, SB, ÁH, KPJ, SEJ, GAS

 2. Fundargerð 389. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  Fundargerðin lögð fram.

 3. Fundargerð 336. fundar stjórnar Strætó bs.
  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerðir 222. og 223. fundar SHS stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
  Fundargerðirnar lagðar fram.
  Til máls tóku: SB

 5. Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: GAS, ÁH

Fundi slitið kl. 17:21

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: