Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir félagsmálaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Fjölskyldunefnd

379. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness

21/3/2013

379.

 fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 21. marz 2013 kl. 17:00 – 18:45

Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi, Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

  1. Barnavernd. Fulltrúar Barnaverndarstofu, þær Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur mættu á fundinn og ræddu stöðu barnaverndar í bæjarfélaginu, fyrirliggjandi verkefni, starfsskilyrði og úrræði. Fram kom hjá stafsmönnum að mál eru erfiðari viðfangs en oft áður. Nokkuð ber á vantrausti og tortryggni í garð yfirvalda í kjölfar efnahagshrunsins. Rætt um þau úrræði sem Barnaverndarstofa hefur að bjóða og einnig hvernig væri háttað samstarfi við aðrar barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólk þeirra.

  2. Sameiginleg bakvakt barnaverndar. Tillögur starfshóps á vegum SSH kynntar og sú niðurstaða hópsins að skipta höfuðborgarsvæðinu í tvö bakvaktarsvæði. Félagsmálaráð lýsir sig sammála tillögunum og mælir með að farið verði að þeim til reynslu í eitt og hálft ár.

  3. Lögð fram fundargerð Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dagsett 28.2.13. Félagsmálastjóri fór yfir helstu þætti fundargerðarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Hildigunnur Magnúsdóttir (sign)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: