Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir félagsmálaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Fjölskyldunefnd

380. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness

23/5/2013

380. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 23. maí 2013 kl. 17:00 – 18:30

Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir , Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Hv. Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.

 1. Trúnaðarmál.
  1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
  1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.

 2. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.

 3. Umsókn um fjárstyrk til reksturs Stígamóta. Samþykkt að veita styrk, 50.000.- kr.

 4. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins. Samþykkt að veita styrk 25.000.- kr.

 5. Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Beiðninni hafnað.

 6. Beiðni um rekstrarstyrk frá Sjónarhól, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Samþykkt að veita styrk 30.000.- kr.

 7. Kynntur undirbúningur sameiginlegs útboðs fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram minnisblað Verkís.

 8. Kynntar tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur á Seltjarnarnesi, ásamt nánari greiningu á atvinnuleysi í apríl 2013.

 9. Fundargerðir samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 18.3.13 og 30.4.13 lagðar fram og ræddar.

 10. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 4.4.13 lögð fram. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign) Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)


Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: