Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir félagsmálaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Fjölskyldunefnd

427. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness

23/10/2018

427. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 17:00 – 18:20

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Kristín Jónsdóttir félagsráðgjafi og Ástríður Halldórsdóttur félagsráðgjafi sátu einnig fundinn undir 1. og 2. lið.

  1. Trúnaðarmál - barnavernd, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

  2. Trúnaðarmál – úthlutun leiguíbúðar fært í trúnaðarmálabók 2.mál.

  3. Fjárhagsáætlun 2019. Tillögur félagsmálastjóra kynntar. Mesta hækkun útgjaldaliða er í málflokk fatlaðs fólks, einkum búsetu, og barnavernd.

  4. Málefni heimilisins Bjargs á Seltjarnarnesi. Sigurþóra greindi frá heimsókn á heimilið.

  5. Næsti fundur ákveðinn 20. nóvember kl. 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: