Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir félagsmálaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Fjölskyldunefnd

439. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness

17/12/2019

439. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, fimmtudaginn 17. desember 2019 kl. 17:00 – 18:37

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Ragnar Jónsson. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð. Ragna Sigríður Reynisdóttir deildarstjóri barnaverndar, Halldóra Jóhannesdóttir Sankó þroskaþjálfi og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi sátu einnig fundinn.

 1. Barnavernd trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

 2. Málefni fatlaðs fólks, breytingar á búsetu einstaklings. Staða málsins kynnt.

 3. Úttekt innra eftirlits á starfsemi búsetukjarnans á Sæbraut. Halldóra kynnti niðurstöður úttektar á starfseminni og þætti sem þarfnast lagfæringar.

 4. Beiðni bæjarráðs um staðfestingu fjölskyldunefndar á fósturúrræðum í barnaverndarmálum. Snorri kynnti málið. Fjölskyldunefnd felur formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra að senda bæjarráði svar í samræmi við umræður á fundinum.

 5. Drög að endurnýjun samnings við Fjölsmiðjuna til tveggja ára, erindi vísað frá SSH. Samþykkt að mæla með endurnýjun samningsins.

 6. Fundargerð Áfengis- og vímuvarnarhóps, dags 19.11.2019 lögð fram.

 7. Fundargerð Öldungaráðs Seltjarnarness, dags. 6.12.19 lögð fram.

 8. Leiðbeinandi tilmæli Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um hvernig standa skuli að nauðungarvistunum kynnt.

 9. Erindi Lögmannafélags Íslands v ákvörðunar styrkja vegna lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum skv. lögum nr.89/12002. Félagsmálastjóra falið að senda félaginu reglur um greiðslu lögmannskostnaðar hjá Seltjarnarnesbæ

 10. Fundir fjölskyldunefndar á næsta ári verða á eftirfarandi dögum: 21. janúar, 18. febrúar, 17. mars, 21. apríl, 26. maí, 18. ágúst, 20. október, 17. nóvember og 15. desember.

 11. Önnur mál, fyrirspurn færð i trúnaðarmálabók.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:37

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Árni Ármann Árnason, Sjöfn Þórðardóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Sigurþóra Bergsdóttir (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: