Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir fjárhags- og launanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Fjárhags- og launanefnd

464. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

8/11/2012

464. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 8. nóvember, 2012 kl. 08:00.

Föstudaginn 8. nóvember 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir undir lið 1 voru: Lárus B. Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúar.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2012100079.
  Fimleikahús, Íþróttamiðstöðin Seltjarnarness.
  F&L felur formanni ÍTS að fullvinna vinnu undirbúninganefndar um stækkun fimleikahúss og því sé rétt að klára þá vinnu áður en stækkun salarins sé hafin. F&L felur formanni ÍTS að klára þá vinnu fyrir 30. júní 2013 og upplýsa deildina um stöðu mála.
 2. Hjólreiðastígar.
  F&L leggur til að skipulagsnefnd skoði og komi með heildstæðar tillögur að skipulagi hjólreiðastíga á Seltjarnarnesi.
 3. Málsnúmer 2012110044.
  Heimili Hofgarðar 16.
  Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins og lagði til að bærinn leggði fram viljayfirlýsingu með þeim atriðum sem rædd voru. Samþykkt að gerð verði viljayfirlýsing um samstarf þessara aðila og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
 4. Málsnúmer 2012030003.
  Bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25.10.2012
  F&L felur lögmanni bæjarins Ívari Pálssyni að svara erindinu.
 5. Málsnúmer 201210093.
  Bréf sjálfboðaliðasamtaka Seeds, dags okt. 2012.
  Lagt fram og vísað til garðyrkjustjóra.
 6. Málsnúmer 2012100083.
  Fjárhagsáætlun Strætó bs fyrir árið 2013.
  Lögð fram.
 7. Málsnúmer 2012110006.
  Bréf Starfsmannafélags Seltjarnarness dags. 1.11.2012 varðandi sumarhús félagsins í Úthlíð.
  Fjármálastjóri gerði grein fyrir erindinu og fjármálastjóra falið að vinna áfram með málið.
 8. Málsnúmer 2012110016.
  Stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn.
  Samþykkt að veita 100.þús. styrk.
 9. Málsnúmer 2012110010.
  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.10.2012 varðandi endurtilnefningu í Æskulýðsráð.
  Lagt fram.
 10. Málsnúmer 2012110012.
  Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/2011, um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum.
  Minnisblað félagsmálastjóra lagt fram, dags. nóv.2012.
 11. Málsnúmer 2012110008.
  Bréf Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum dags. 26.10.2012 varðandi áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum.
  Lagt fram og vísað til ÍTS og Íþróttafélagsins Gróttu.
 12. Málsnúmer 2012100041.
  Fjárhagsáætlun Sorpu bs. fyrir árin 2013-2017.
  Lögð fram.
 13. Málsnúmer 2012110021.
  Bréf Betri byggð um land allt, dags. 06.11.2012 varðandi erindi ,,Landsbyggðin lifi“.
  F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  Fundi slitið kl. 09:45.
Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: