Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar 2018
8. febrúar |
Hér er að finna fundargerðir æskulýðs- og íþróttaráðs frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
416.(7.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 16:30 í vallarhúsi.
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.
Forföll boðaði Kristján Hilmir Baldursson.
Áhreyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti ekki.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu. Mnr. 2019060088.
Formaður, framkvæmdastjóri og íþróttastjóri mættu á fundinn og fóru yfir ýmis málefni í starfi félagsins og framtíðarsýn.
Fulltrúarnir lögðu fram hugmyndir að breytingum á samningnum sem ÍTS vísar til bæjarráðs til afgreiðslu.
Skýrsla Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna meetoo umræðunnar. Mnr. 2019060089.
Skýrslan kynnt og í máli fulltrúa Gróttu kom fram að félagið hefur brugðist við á ýmsan hátt vegna meetoo umræðunnar.
Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar til Möltu. Mnr. 2019060090.
Samþykkt að veita fimleikadeildinni kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
16 stúlkur 10-18 ára keppa í áhaldafimleikum í Malta Gym international.
Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Danmerkur. Mnr.2019060100.
Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
15 stúlkur úr meistarahópi hópfimleika halda til Ollerup í æfingabúðir.
Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Danmerkur. Mnr. 2019060092
Samþykkt að veita mfl.kvk.í handknattleik kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
18 leikmenn halda til Kolding í Danmörku í æfingabúðir.
Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts U-16 í fimleikum í Svíþjóð. Mnr. 2019060093.
Samþykkt að veita fimleikadeildinni kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.
Grótta á einn keppenda í U-16 ára landsliði í áhaldafimleikum.
Styrkbeiðni vegna kaupa á öryggisdýnu. Mnr. 2019060091.
Dýnukaupin samþykkt kr. 90 þúsund.
Óskalisti Gróttu um nýjan búnað í íþróttahús. Mnr. 2019060094.
Listinn lagður fram og er íþróttafulltrúa falið að vinna áfram með málið með Gróttu.
Stefnumótun Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum 2019-2030. Mnr. 2019060095.
Stefnumótunin lögð fram til kynningar.
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram.
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 17:40.