Stjórnsýsla

Fundargerðir

Hér er að finna fundargerðir jafnréttisnefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Jafnréttisnefnd

34.(7) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness

10/4/2018

34.(7) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl. 16:30 – 17:15

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir. Karl Pétur Jónsson

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

  1. Útnefning jafnréttisviðurkenningar, Samþykkt að veita þeim aðila sem óskaði tilnefningar í ár viðurkenninguna. Stefnt að því að veita viðurkenninguna einhvern daganna 7. til 9. maí, helst þriðjudaginn 8. maí. Snorra falið að vinna málið í samráði við stjórnendur bæjarins og menningarfulltrúa.
  2. Fræðsluátak jafnréttisnefndar í grunnskólanum. Kynnt ákvörðun um fræðslu fyrir elstu bekki grunnskólans um jafnréttismál. Fræðsluefnið nefnist sjúk ást sem Stígamót mun sjá um kynningu á fyrir 8., 9. og 10. bekk þann 18. apríl. Fundarmenn sammála ákvörðuninni.
  3. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum frá íþróttafélaginu Gróttu um hvernig til hefur tekist að jafna íþróttaþátttöku kynjanna eftir deildum og til hvaða aðgerða hefur verið gripið. Rætt um mikilvægi þess að hugsa um innviði starfsins.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið  17.15

Snorri Aðalsteinsson

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: