130. fundur menningarnefndar Seltjarnarness
7/4/2016
130. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 11:00
Mættir: Katrín Pálsdóttir formaður, Sjöfn Þórðardóttir varaformaður, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins. Ásta Sigvaldadóttir boðaði forföll.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var samþykkt:
- Tilnefningar til foreldraverðlauna 2016. Málsnúmer 2016040001
Umsókn lögð fram og samþykkt.
- Eiðistorg. Samþykktir um götu- og torgsölu í Reykjavík og á Akureyri. Málsnúmer 2014120004
Hugmyndir um torgsölu í Reykjavík og á Akureyri lagðar fram til kynningar.
- Styrkbeiðni vegna útgáfu skáldverks. Málsnúmer 2016030062
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 150.000,- en jafnframt er óskað eftir framlagi frá umsækjanda í formi ritsmiðju fyrir ungmenni í Bókasafni Seltjarnarness.
- Hvatningasjóður ungra listamanna 2017. Málsnúmer 2016020008
Tillögur að heiti sjóðsins, starfsreglum og reglum lagðar fram. Sviðsstjóri og nefndarmenn munu vinna áfram að reglum um sjóðinn.
- Gróttudagurinn 2016 – Fjölskyldudagur í Gróttu. Málsnúmer 2016040008
Dagskrárdrög lögð fram til kynningar.
- Útilistaverk – úttekt. Málsnúmer 2016040006
Sviðsstjóra falið að kanna betur hvernig unnt er að standa að ástandsskoðun útilistaverka á Seltjarnarnesi.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:20