Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skipulags- og umferðarnefnd

76. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar

23/9/2005

76. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn mánudaginn 23. september 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

Dagskrá:

1.      Fundur settur. 

2.       Aðalskipulag – umhverfismat. Á fundinn mæta fulltrúar Alta.

3.       Erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra þar sem óskað eftir umsögn nefndarinnar um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness.

4.       Umsókn frá Þórleifi V. Friðrikssyni og Karenu M. Mogensen um stækkun hússins að Tjarnarstíg 14.

5.       Erindi frá Kjartani Jónssyni Nesvegi 104 þar sem gerð er athugasemd við rekstur fiskbúðar að Vegamótum við Nesveg.

6.       Önnur mál.

7.       Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:16

2.  Á fundinn voru mættar Hlín Sverrisdóttir og Ásdís Hlökk Theódórsdóttir frá Alta.  Hlín greindi frá stöðu aðalskipulagsins.  Ásdís Hlökk fór yfir og kynnti 1. drög að umhverfismati aðalskipulags.  Umræður og fulltrúum Alta falið að halda áfram með vinnu við umhverfismat.

3. Lagt fram erindi frá Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra varðandi umsögn um drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness. Frestað

4. Lögð fram umsókn frá Þórleifi V. Friðrikssyni og Karenu M. Mogensen um stækkun hússins að Tjarnarstíg 14. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

5. Lagt fram erindi frá Kjartani Jónssyni, Nesvegi 104 varðandi rekstur fiskbúðar að Vegamótum við Nesveg.  Erindinu vísað til tæknideildar til frekari skoðunar.

6. Önnur mál engin.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 10:10

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Gunnar Örn Gunnarsson (sign

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: