Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skipulags- og umferðarnefnd

59. fundur Skipulags- og umferðanefndar

21/3/2017

59. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 21. mars,  2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir,  Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir (liður 1.)

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010


 1. Mál.nr. 2013060016
  Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagsbreyting.
  Lýsing: Svör við athugasemdum kynnt.
  Afgreiðsla: Ráðgjafa falið að uppfæra svör og greinargerð. Frestað til næsta fundar.
 1. Mál.nr. 2017030052
  Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
  Lýsing: Leitað er viðbragða við framlagða tillögu að 5 íbúða húsi með nýtingarhlutfallið 0,65.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.
 1. Mál.nr. 2017030083
  Heiti máls: Sæbraut 6 stækkun húss
  Lýsing: Fyrirspurn um stækkun húss vegna bílskúrs og garðskála.
  Afgreiðsla: Hafnað. Samræmist ekki deiliskipulagi..
 1. Mál.nr. 2017030047
  Heiti máls:. Málefni fatlaðs fólks, Lóð fyrir sambýli við Kirkjubraut
  Lýsing:  Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti tillögu bæjarráðs um staðsetningu fyrir búsetukjarna fyrir sambýli. Bæjarstjóri óskaði eftir að nefndin skoðaði fyrirhugaða staðsetningu. Gögn lögð fram.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 1. Mál.nr. 2017020113
  Heiti máls: Nesbali 36 nýbygging
  Málsaðili: Ívar Örn Guðmundsson
  Lýsing:  Ósk um byggingarleyfi..
  Afgreiðsla:  Samþykkt með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags.
 1. Mál.nr. 2017030082
  Heiti máls: Fornaströnd 17.
  Lýsing: Fyrirspurn um stækkun svala og tröppur skv. framlögðum teikningum.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.


Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.49.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Stefán Bergmann sign,  

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: