Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

43. fundur skólanefndar Seltjarnarness var haldinn í Valhúsaskóla mánudaginn 13. september 1999 kl. 17:00

13/9/1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Petrea I. Jónsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, og Ólína Thoroddsen kennari frá Mýrarhúsaskóla,, Sigfús Grétarsson, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri og Áslaug Ármannsdóttir frá Valhúsaskóla. Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Atli Árnason fulltrúi foreldra og Rannveig Óladóttir námsráðgjafi.

 

Dagskrá:

 

1.     Ársskýrsla námsráðgjafa. Rannveig Óladóttir námsráðgjafi lagði fram skýrslu sína og svaraði fyrirspurnum. Fulltrúi foreldra lagði áherslu á virkt upplýsingastreymi frá námsráðgjafa til foreldra. Skólanefnd og aðrir fundarmenn þakka námsráðgjafa fyrir sérlega vel unnin störf. (Fskj. 57-99)

2.     Umfjöllun um "Aðgerðaráætlun skólanna á Seltjarnarnesi gegn einelti og ofbeldi".

Formaður starfshópsins kynnti drög að reglum um aðgerðaráætlun skólanna á Seltjarnarnesi gegn einelti og ofbeldi. Í framhaldi af því svöruðu fulltrúar í hópnum fyrirspurnum og athugasemdum fundarmanna. (Fskj. 58-99)

3.     Skólabyrjun:

a)     Skólastjóri Mýrarhúsaskóla gerði grein fyrir skólabyrjun og starfinu framundan.

b)    Skólastjóri Valhúsaskóla gerði grein fyrir skólabyrjun og starfinu framundan.

4.     Skólastjóri Valhúsaskóla lagði fram umsókn frá Gísla Ellerup, kt. 080143-4439, um 1/1 stöðu aðstoðarskólastjóra. Skólanefnd samþykkti umsóknina og óskaði Gísla velfarnaðar í starfi.

5.     Formaður skólanefndar gerði grein fyrir að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál hefði verið vísað til seinni umræðu af bæjarstjórn.

6.     Önnur mál:

Ekki var um önnur mál að ræða.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30.

Fundarritari var Árni Á Árnason

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: