Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

60. fundur skólanefndar Seltjarnarness var haldinn á Skólaskrifstofu fimmtudaginn 6. apríl kl. 17:00

6/4/2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi. Valgarður Sigurðursson hrl mætti einnig á fundinn.

Dagskrá:

 

1.   Lagt fram bréf frá Sigurgeir Sigurðssyni bæjarstjóra varðandi stjórnsýslukæru til skólanefndar.

2.   Lagt fram bréf frá Dögg Pálsdóttur hrl.

Skólanefnd samþykkir að senda svarbréf til Daggar Pálsdóttur hrl.

3.   Lagðar fram umsóknir um ferðastyrki frá 8 kennurum í Mýrarhúsaskóla. Umsóknirnar verða afgreiddar á næsta fundi skólanefndar.

4.   Önnur mál:

a)   Lagt fram bréf frá Guðrúnu Brynjólfsdóttur vegna óska um seinkun á skólagöngu sonar hennar

b)   Lögð fram áfangaskýrsla um könnun á viðhorfum foreldra nemenda í Valhúsaskóla.

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30

Fundarritari var Margrét HarðardóttirSenda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: