Fundartími skólanefndar 2020
22. janúar |
24. júní |
Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"
Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Marteinn Már Jóhannsson aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla, Ólína Thoroddsen fulltrúi kennara í Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla og Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.
Dagskrá:
a) Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2000-2001 lögð fram.
b) Lagt fram bréf í fimm liðum frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla (Fskj. 31-00).
c) Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla varðandi Ráðstefnu/Málþing um framtíðarsýn í skólamál á Seltjarnarnesi. (Fskj. 32-00)
d) Lögð fram dagskrá um málþing um sameiginlega hagsmuni kennara og foreldra haldið á Grand Hóteli Reykjavík laugardaginn 11. nóvember 2000 kl. 9:30-13:00. (Fskj. 33-00)
e) Skólanefnd telur brýnt að farið verði að huga að varanlegri lausn á skólamáltíðum fyrir Mýrarhúsaskóla.
f) Foreldraráð og foreldrafélag Mýrarhúsaskóla býður fundarmönnum á fund í Mýrarhúsaskóla 20. nóvember kl. 20:30. Fundarefni: Hugmyndir foreldra í tölvumálum. Skólanefnd þakkar gott boð.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:30
Fundarritari var Margrét Harðardóttir