Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

133(28). fundur Skólanefndar Seltjarnarness 24. nóvember 2003 kl. 17:00 til 20:20 að Austurströnd 2.

24/11/2003

Dagskrá:

Leikskóli - kl. 17:00
1. Gjaldskrárbreyting í leikskóla

Grunnskóli –kl. 17:30
2. Kynning á ASP - Árni Árnason kennari í Mýrarhúsaskóla
3. Lögð fram kynning formanns skólanefndar frá fundi 27. október sl um nýjungar í skólamálum.
4. Gjaldskrárbreyting í grunnskóla/Skólaskjóli
5. Skammtímaleyfi kennara
6. Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Atladóttur Þormar og Ómari Sigurvin Jónssyni vegna bótakröfu
7. Ráðningaferli nýs skólastjóra
8. Önnur mál

Staður: Bæjarskrifstofa 24.11.2003. Frá kl. : 17:00 til kl. : 20:20
Þátttakendur: Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Margrét Harðardóttir, Dagrún Ársælsdóttir, leikskólastjóri Mánabrekku, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Árni Árnason og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara. Guðrún Þórsdóttir fulltrúi foreldra í Valhúsaskóla.

1.     Gjaldskrábreyting leikskóla rædd. Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun er lagt til að leikskólagjöld hækki um 4% frá 1. janúar 2004 og auk þess hækki matargjald um kr. 800,- á mánuði. Samþykkt samhljóða (fskj.133-1).

2.     Árni Árnason kennari í Mýrarhúsaskóla kynnti ASP skólanetið sem er alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem vilja starfa í anda UNESCO og taka þátt í fræðslu um frið í alþjóðlegu tilliti (ASP stendur fyrir: Associatied Schools Project Network. Um þessar mundir eru 7000 skólar í 171 landi í þessu samstarfi, barnaskólar- unglingaskólar og framhaldsskólar. Mýrarhúsaskóli hefur fengið viðurkenningu og samþykki frá UNESCO og menntamálaráðuneytinu um að verða ASP móðurskóli á Íslandi. Skólanefnd óskar skólanum til hamingju (Fskj.133-2).

3.     Lögð fram til umræðu kynning formanns skólanefndar frá fundi 27. október sl um nýjungar í skólamálum. Umræður urðu um réttarstöðu kennara við breyttar aðstæður. Fulltrúi kennara spurði hvort til væru bréf til þeirra háskóla sem ekki sáu sér fært að gera úttekt.
Formaður mun leggja þessi bréf fram. Óskað er eftir að lagðar verði fram skýrslur sem nefndar eru í kynningunni um sameiginlega stjórnun skóla (Fskj. 133-3).

4.     Meirihlutinn samþykkir að gjald fyrir hverja klukkustund í Skólaskjóli hækki úr kr. 200,- í kr. 210,- og í námsveri í Mýrarhúsaskóla úr kr. 250,- í kr. 260,-. Gjaldskrá mötuneytis í Valhúsaskóla hækkar að meðatali um 4%. Skólastjóra falið að að útfæra hækkunina. Minnihlutinn situr hjá við atkvæðagreiðsluna (Fskj. 133-4).

5.     Lagt fram til kynningar bréf varðandi skammtímaleyfi kennara. Skólanefnd mælist til að breytingin taki ekki gildi fyrr en við upphaf næsta skólaárs í stað 1. mars 2004 (Fskj. 133-5).

6.     Formaður ræddi um ráðningaferli nýs skólastjóra. Gert er ráð fyrir að nýr skólastjóri í þátt í lokagerð nýs skipurits. Fulltrúi minnihluta óskar eftir að fá ráðningaferli nýs skólastjóra skriflegt.

7. Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Atladóttur Þormar og Ómari Sigurvin Jónssyni vegna bótakröfu á Seltjarnarnesbæ (Fskj. 133-6).
8.     Önnur mál

Lögð fram bókun frá Regínu Höskuldsdóttir skólastjóra Mýrarhúsaskóla:
Af gefnu tilefni vil ég minna á að sem skólastjóri Mýrarhúsaskóla á ég rétt til setu á skólanefndarfundum þar sem fjallað er um málefni skólans. Framvegis óska ég eftir að verða boðuð á fundi skólanefndar eins og lög gera ráð fyrir (Fskj. 133-7).

Regína Höskuldsdóttir skólastjóri

Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:
Ekki hefur verið brotið á rétti á skólastjóra Mýrarhúsaskóla vegna boðunar á fundi skólanefndar.

Bjarni Torfi Álfþórsson
Þórdís Sigurðardóttir
Gunnar Lúðvíksson


Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Árni Einarsson (sign.)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: