Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

227. (50) fundur skólanefndar Seltjarnarness

18/11/2009

227. (50) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 18. nóvember 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla, Anna Harðardóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Anna Björg Erlingsdóttir fulltrúi foreldra, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Almennur hugbúnaður á íslensku í skólakerfinu. Málsnúmer 2009100047. Skólanefnd tekur undir tilmæli menntamálaráðuneytis.
  2. Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga. Málsnúmer 2009100014. Lagt fram til kynningar.
  3. Staðfesting á skólanámskrá Grunnskólans 2009-2010. Málsnúmer 2009050048. Námskráin staðfest.
  4. Dagforeldrar, stefna bæjarins. Málsnúmer 2009110014. Lagt fram bréf frá dagforeldrum á Seltjarnarnesi. Skólanefnd felur fræðslusviði að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
  5. Staðfesting á skólanámskrám leikskóla. Málsnúmer 2009110014. Námskrárnar staðfestar.
  6. Dvalartími og inntaka nýrra barna á leikskóla. Málsnúmer 2009050028. Lagt fram bréf til skólanefndar varðandi dvalartíma barna á leikskóla. Fræðslusviði falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:55.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Jón Þórisson(sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: