Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

245. (68) fundur skólanefndar Seltjarnarness

18/1/2012

245. (68) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2012, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Forföll: Hildigunnur Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

 1. Skólavogin. Samningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsins ehf. -málsnúmer. 2012010034
  Skólanefnd samþykkir þátttöku Seltjarnarnesbæjar í Skólavoginni.

  Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir komu til fundar kl. 8:15.
 2. Vinnustaðagreining -kynning á niðurstöðum fyrir stofnanir á fræðslusviði.
  Fræðslustjóri kynnti niðurstöður vinnustaðagreiningar fyrir stofnanir á Fræðslusviði.
  Sigurlína Margrét Magnúsdóttir vék af fundi kl 8:30. Guðlaug Sturlaugsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir viku af fundi kl. 8:40.
 3. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla – minna á að undirbúningstímar kennara í leikskólum er kjarasamningsbundinn réttur -málsnúmer. 2011120045
  Lagt fram til kynningar.
 4. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla – áskorun um fjárhagslegt svigrúm til innleiðingar á aðalnámskrá leikskóla. -málsnúmer. 2011120044
  Lagt fram til kynningar.
 5. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla – hávaði á hættumörkum í leikskólum. -málsnúmer. 2011120043
  Skólanefnd felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir með úttekt á hljóðvist í Leikskóla Seltjarnarness og Skólaskjóli Grunnskóla Seltjarnarness.
 6. Leikur og nám í leikskólum. Samstarfssamningur RannUng - Kraginn -málsnúmer. 2012010035
  Skólanefnd samþykkir þátttöku Seltjarnarnesbæjar í samstarfinu.

  Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir viku af fundi kl. 8:55.
 7. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness 2011. Skólanefnd samþykkir sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness ffrá og með. 4. júlí til og með 31. júlí.
 8. Könnun á viðhorfum foreldra barna hjá dagforeldrum á Seltjarnarnesi.
  Fræðslustjóri kynnti fyrirhugaða viðhorfskönnun.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: