Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

302. (125) fundur skólanefndar Seltjarnarness

13/11/2019

302. (125) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 13. nóvember 2019, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Hildur Ólafsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Bjargey Aðalsteinsdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla Seltjarnarness, Sigrún Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020 -málsnr. 2019080282.
  Skólanefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2019-2020.
 2. Starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness 2019-2020 -málsnr. 2019080283.
  Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2019-2020.
 3. Námsmat og útskrift 10. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2019060215.
  Greinargerð vegna skoðunar á námsmati og samantekt fræðslustjóra vegna námsmats var lögð fram til kynningar. Skólanefnd fagnar þeirri greinargerð sem nú liggur fyrir og tekur undir samantekt fræðslustjóra vegna málsins. Skólanefnd fer þess á leit við skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness að erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness frá 12. júní 2019 verði svarað á ný m.t.t. upplýsinga sem nú liggja fyrir og umræður á fundinum. Ennfremur er mælst þess að skólastjórnendur sendi nemendum sem útskrifuðust úr 10. bekk sl vor skýringar vegna málsins.
  Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness lagði fram hjálagðar bókanir vegna málsins.
  Björn Gunnlaugsson lagði fram hjálagða bókun vegna málsins f.h. Viðreisnar/Neslista.
 4. Kvörtun vegna námsmats við lok grunnskóla -málsnr. 2019070076.
  Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 8:55.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur H. Þorsteinsson (sign.)

Ragnhildur Jónsdóttir (sign.)

Björn Gunnlaugsson (sign.)

Hildur Ólafsdóttir (sign.)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: