Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir skólanefndar frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Skólanefnd

282. (105) fundur skólanefndar Seltjarnarness

29/3/2017

282. (105) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 29. mars 2017, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristín Lárusdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurðardóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Jóhann Þór Gunnarsson fulltrúi Ungm.ráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2017-2018 -málsnr. 2017030024.
  Skólanefnd samþykkti tillögu að úthlutun með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
 2. Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla -málsnr. 2017020051.
  Því miður er ekki hægt að verða við beiðni fulltrúa Arnarskóla um aðstöðu og samstarf um skólastarf að þessu sinni, sökum plássleysis í Grunnskóla Seltjarnarness. Skólanefnd óskar Arnarskóla alls hins besta.
 3. Bókun 1 í kjarasamningi SNS og FG frá 29.11.2016. -málsnr. 2017010095.
  Fræðslustjóri greindi frá framgangi verkefnisins í Grunnskóla Seltjarnarness.

  Ólína Thoroddsen, Kristín Lárusdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir viku af fundi og Margrét Sigurðardóttir kom til fundar kl. 8:55.
 4. Framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum -málsnr. 2017030058.
  Lagt fram til kynningar. Margrét Sigurðardóttir greindi frá verkefninu og hvernig starfemi á vegum Seltjarnarnesbæjar fellur að stefnu í æskulýðsmálum.

  Formaður foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness óskaði eftir því að fá eftirfarandi bókað:
  Formaður foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness óskaði eftir því fyrir fundinn að húsnæðismál Mýrarhúsaskóla yrðu sett á dagskrá fundarins, en ekki var orðið við þeirri beiðni.

  Fyrir lá að húsnæðismál Mýrarhúsaskóla verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Sigurþóra Bergsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: