Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir stjórnar veitustofnana frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Stjórn veitustofnana

94. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness

9/12/2010

94. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 9. desember 2010 kl. 08:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, og Magnús Dalberg.

Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson boðaði forföll.

ÁH ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 1. SES fór með veitustjórn í vettvangsskoðun og sýndi m.a. nýtt borholuhús við Bygggarða, borholur og nýjan stýribúnað við Lindarbraut.
  Veitustjórn lýsti ánægju sinni með þessa skoðunarferð.  
 2. Hrefna Kristmannsdóttir, mætti á fund stjórnar og kynnti fyrir stjórninni styrkleika og notkun hverrar borholu fyrir sig.
  Veitustjórn þakkar Hrefnu góða kynningu.
 3. SES fór yfir verkefnastöðu ársins 2010.
  Flutningi stýrikerfis við Bygggarða lýkur í janúar.
  Lagt fram kostnaðaryfirlit vegna breytinga við stýrikerfi.
 4. Önnur mál.
  SES kynnti og fór yfir innri vef og verkferla við áhættumat hjá veitunum.
  SES upplýsti að verið væri að leggja bráðabirgða hitalögn að Lækningaminjasafninu til að koma hita inn í húsið.

Fleira ekki tekið fyrir.

     Fundi slitið kl. 10:05. 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Magnús Dalberg (sign).   

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: