Stjórnsýsla

Fundagerðir

Hér er að finna fundargerðir stjórnar veitustofnana frá þessu ári, raðað í tímaröð. Fundargerðir annarra ára er raðað eftir ártölum í hægri dálki: "Leitað eftir árum"

 

Stjórn veitustofnana

119. fundur Veitustofnunar Seltjarnarness

4/4/2016

119, fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 4. apríl 2016 kl. 16:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg. Lýður Þór Þorgeirsson.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Undir lið 1. Mætti: Auðunn Guðjónsson endurskoðandi.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2015.
  Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG.
  Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2015, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
  Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
  Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2015 var samþykktur með 4 atkvæðum og 1 á móti.

 1. Önnur mál

  GH upplýsti um stöðu fráveituframkvæmda við Elliða og lekaleitir í hverfum bæjarins.

  GH og HK hefur verið falið að ákveða staðsetningu tilraunaborhola fyrir heitt vatn.

Fundi slitið kl. 17:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Axel Kristinsson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson (sign), Gunnar Lúðvíksson (sign).

Senda grein

Fara aftur á nýjustu fundargerðir


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: