Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Almannavarnir

Almannavarnanefnd

Almannavarnanefnd starfar skv. lögum um almannavarnir nr. 94/1962, með síðari breytingum.

Samkvæmt 9. gr. laganna er hlutverk almannavarnanefnda er að skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá. Þær skulu gera áætlanir um skipulag almannavarna í samvinnu við ríkislögreglustjóra og almannavarnaráð.

Sameiginleg almannavarnarnefnd er fyrir Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins skal skipuð bæjarstjórum Seltjarnarnes- og Mosfellsbæja, oddvita Kjósarhrepps, borgarstjóra Reykjavíkur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og tveimur kjörnum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auk þess sitja í nefndinni lögreglustjóri og slökkviliðsstjóri sem jafnframt er framkvæmdastjóri nefndarinnar og sér um daglegan rekstur hennar.

Kjörtímabil almannavarnanefndar er hið sama og bæjarstjórnar.

Í Almannavarnarnefnd sitja

Aðalmenn Varamenn
Þór Sigurgeirsson Ragnhildur Jónsdóttir

Undirnefndir almannavarnanefndar eru:

Framkvæmdaráð, sem skipað er bæjarstjórum Mosfells- og Seltjarnarnesbæja, borgarstjóra Reykjavíkur, og hreppstjóra Kjósarhrepps, auk lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra.

Aðgerðastjórn, sem skipuð er fulltrúum lögreglu og slökkviliðs og fulltrúa frá björgunarsveitum og Rauða krossi Íslands. Auk þess sitja í aðgerðastjórn borgarverkfræðingur og héraðslæknirinn í Reykjavík. Einn fulltrúi er tilnefndur frá hverju hinna sveitarfélaganna.

Aðsetur almannavarnanefndar er hjá Skökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14. 105 ReykjavíkGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: