Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Heilbrigðiseftirlit

HEF Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

HEF Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness starfar samkv. lögum nr. 7/1998 (Opnast í nýjum vafraglugga) um matvæli, hollustuhætti og mengunarvarnir. Hlutverk heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlits er skilgreint í lögunum en þar segir m.a.:

"Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast um framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum".

13 gr. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir


Í HEF sitja sex fulltrúar og samkvæmt samþykktum um heilbrigðiseftirlitið frá 2022 skipa sveitarfélögin fulltrúa í nefndina á eftirfarandi hátt:

  • Garðabær: 1 fulltrúi
  • Hafnarfjörður: 1 fulltrúi 
  • Kópavogur: 1 fulltrúi 
  • Mosfellbær: 1 fulltrúi
  • Seltjarnarnes: 1 fulltrúi
  • Samtök atvinnulífsins: 1 fulltrúi


Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í HEF eru:


Umsjón með hundahaldi:

Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið yfir umsjón með hundahaldi á Seltjarnarnesi og framvegis er því sótt um leyfi til hundahalds á vefsíðu Heilbrigðiseftirlitsins þar sem ennfremur er að finna samþykkt um hundahald og gjaldskrá.
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: