Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Samtök sveitarfél. á höfuðborgarsvæðinu

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt á framhaldsaðalfundi samtakanna 1. mars 2002 og þar kemur fram að markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna, efla samstarf þeirra og stuðla að auknum samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarmanna, sveitarstjórnarnefnda og starfsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarstjórn tilnefndir tvo aðalmenn í fulltrúaráð SSH og tvo til vara.

Í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru:

Aðalmenn Varamenn
Ragnhildur Jónsdóttir Magnús Örn Guðmundsson
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Sigurþóra Bergsdóttir

Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu


Stjórn SSH er skipuð framkvæmdastjórum þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að SSH hverju sinni. Hver sveitarstjórn tilnefnir varamann úr röðum kjörinna sveitarstjórnarmanna.

Innan SSH er starfandi samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu sem fjalla um breytingar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og til að meta hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið.

Bæjarstjórn tilnefnir 2 fulltrúa í nefndina

Í Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu eru:

Aðalmenn  Varamenn
Svana Helen Björnsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir
Karen María Jónsdóttir
Bjarni Torfi Álfþórsson

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: