Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna

Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar

Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar 4,2 mb

Formáli

Í hverju sveitarfélagi er mikilvægt að hafa fjölbreytt val í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum og almenn þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu starfi hefur óumdeilt for­varnagildi. Með stefnu þessari er ætlunin að treysta grunninn og móta framtíðarsýn í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum á Seltjarnar­nesi.

Skýr stefna tryggir að allir þeir sem starfa innan málaflokksins stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta-, æsku­lýðs- og tómstundastarf. Stefnan er einnig mikilvæg forsenda þess að íþróttafélög, tómstundafélög, æskulýðsfélög, félaga­samtök og frjáls félög geti sinnt hlutverki sínu vel.

Fyrsta verkefni nefndarinnar og starfsmanna var að boða til íbúafundar. Við undirbúning íbúafundarins var lögð rík áhersla á að boða alla helstu hagsmuna­aðila í málaflokknum ásamt íbúum Seltjarnarness á fundinn með það að markmiði að kalla fram hug­myndir þeirra og skoðanir á fyrstu stigum.

Á íbúafundinum komu fram margar góðar hugmyndir og þarfar ábendingar sem starfsmenn unnu úr og kynntu fyrir íþrótta- og tómstundanefnd. Hugmyndir­nar voru leiðbeinandi en ekki bindandi fyrir nefndina. Út frá hugmyndum og ábend­ingum af íbúafundinum voru unnin drög að stefnunni af fulltrúum íþrótta- og tómstundanefndar, fulltrúa ungmennaráðs, íþrótta­og tómstundafulltrúa ásamt æskulýðsfulltrúa.

Stefnudrögunum var vísað í kjölfarið sem tillögu að stefnu fyrir Seltjarnarnesbæ í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Leiðarljós:

Seltjarnarnesbær er þróttmikið og eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Eitt meginmarkmið alls forvarnarstarfs er að stuðla að því að börn og ungmenni tileinki sér heilbrigða lífshætti. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er því mjög mikilvæg í öllu forvarnarstarfi. Á Seltjarnarnesi er aðstaða til að stunda fjölbreytt og krefjandi íþrótta- og tómstundastarf til fyrirmyndar og markmið Seltjarnarnesbæjar er að skapa bæjarbúum tækifæri til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og tómstundaiðju.

Markmið Seltjarnarnesbæjar er að veita öllum jöfn tækifæri til að eflast og þroskast óháð aldri, uppruna, efnahag og kynferði og vinna þannig gegn fordómum. Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að efla lýðheilsu allra aldurshópa með það að markmiði að viðhalda og bæta heilbrigði og auka lífsgæði íbúa Seltjarnarness.

Íþróttastefna Seltjarnarnesbæjar

Leiðarljós:

Hvetja íbúa á Seltjarnarnesi til að stunda íþróttir og hreyfingu sem þeir kjósa, hvort sem það er til heilsubótar, ánægju eða á afreksstigi.

Markmið:

 • Öll börn og ungmenni geti stundað íþróttir óháð efnahag.
 • Rík áhersla sé lögð á félagslegt mikilvægi íþrótta og að íþróttir séu fyrir alla.
 • Börnum og ungmennum verði tryggð jöfn tækifæri til að iðka íþróttir.
 • Gerð er krafa um að aðeins hæfir og vel menntaðir  einstaklingar veljist til starfa innan íþróttafélaga.
 • Menntun þjálfara og leiðbeinanda sé viðurkennd innan vébanda þess sérsambands sem við á.
 • Gott samstarf sé á milli skóla og íþróttafélaga með það að markmiði að yngstu iðkendurnir geti stundað íþróttastarf í beinu framhaldi af skóla.
 • Afreksíþróttamenn fái svigrúm til að stunda íþrótt sína á afreksstigi.
 • Iðkendur á Seltjarnarnesi geti stundað íþróttir við góðar aðstæður.
 • Hlúa að því íþróttastarfi sem þegar er fyrir og leita nýrra leiða í íþróttastarfi.
 • Seltjarnarnesbær sé bakhjarl í starfi íþróttafélaganna.
 • Lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar sé framfylgt í öllu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi.

Leiðir:

 • Seltjarnarnesbær komi til móts við þá sem stunda íþróttir innan sem utan Seltjarnarness m.a. með tómstundastyrkjum.
 • Að sem flestir hafi tækifæri til þess að stunda íþróttir á því  sviði sem þeir kjósa, hvort heldur er til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangur í huga.
 • Elstu hópar leikskóla fái íþróttakennslu einu sinni í viku til að  kynnast mismunandi íþróttum og íþróttahúsinu og umhverfi þess.
 • Leikskólar hafi skipulagðar hreyfistundir fyrir leikskólabörn.
 • Halda reglulega samráðsfundi íþróttafélaga og skóla sem  fræðslustjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi boða til.
 • Stofnaður verði afreksmannasjóður fyrir lið eða einstaklinga sem skara framúr.
 • Veita ferðastyrki til liða og einstaklinga.
 • Bjóða upp á öfluga aðstöðu og skapa gott aðgengi að  íþróttamannvirkjum.
 • Samvinna sé við önnur sveitarfélög og íþróttafélög.
 • Seltjarnarnesbær leggur íþróttastarfi til fjármagn í gegnum   þjónustusamninga.
 • Hvatt er til virkrar þátttöku foreldra í íþróttastarfi.

Tómstundastefna Seltjarnarnesbæjar

 Leiðarljós

Seltjarnarnes er vettvangur lýðræðislegrar og samfélagslegrar þátttöku.

Aðstaða og umhverfi sé hvetjandi fyrir allan aldur til að stunda fjölbreyttar tómstundir og efla félagsauð.

Markmið

 • Að vinna með börnum og ungmennum að því að efla  heilbrigðan lífsstíl með öflugu félags- og tómstundastarfi.
 • Skapa vettvang og aðstöðu fyrir börn og ungmenni til að stunda félags- og tómstundastarf.
 • Tryggja börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun, svo sem  einelti, ofbeldi,  klámvæðingu og notkun vímuefna.
 • Efla og auka félags- og tómstundastarf allra kynslóða.
 • Gott aðgengi að upplýsingum um það félags- og tómstundastarf sem í boði er á Seltjarnarnesi.
 • Lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar sé framfylgt í öllu tómstundastarfi á Seltjarnarnesi.

Leiðir:

 • Öll börn og ungmenni 6 -18 ára eigi kost á tómstundastyrk  frá Seltjarnarnesi.
 • Starfrækja félagsmiðstöð og ungmennahús.
 • Skipulagt sumarstarf fyrir börn og unglinga sé í boði.
 • Styðja við frjáls félagasamtök og sjálfsprottið tómstundastarf.
 • Nemendaráð séu starfrækt til að börn og ungmenni eigi kost á að hafa áhrif á umhverfi sitt.
 • Boðið er uppá hópastarf í samvinnu við félagsmiðstöð, skóla og aðra samstarfsaðila til að draga úr félagslegri einangrun.
 • Hvatt er til virkrar þátttöku foreldra m.a. með foreldrarölti. 
 • Stofna þekkingarráð með fulltrúum allra aldurshópa í félagsstarfi     til að viðhalda og auka samstarf kynslóða. Æskulýðsfulltrúi boðar til fundanna.
 • Að gera kröfur um menntun og hæfni leiðbeinanda í  tómstundastarfi. Í samningum við félög séu sett viðmið um viðurkennda menntun og reynslu.  Seltjarnarnesbær hafi fagaðila við stjórn og starfrækslu æskulýðs- og tómstundamála.
 • Að þeir aðilar sem standa fyrir starfi fyrir börn og unglinga sitji reglulega samráðsfundi þar sem starfið er skipulagt. Íþrótta- og tómstundafulltrúi boðar til samráðsfunda.
 • Seltjarnarnesbær veitir aðstöðu fyrir tómstundastarf eftir því sem hægt er.
 • Styðja við uppbyggingu tómstundaaðstöðu í bænum fyrir  allan aldur og auka samnýtingu mannvirkja.
 • Samvinna með öðrum sveitarfélögum, innan sem utan lands.
 • Ungmennaráð sé starfrækt til að ungmenni eigi kost á að hafa  áhrif á umhverfi sitt m.a. með þátttöku í starfi nefnda bæjarins.

Lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar

Leiðarljós

Skapa umhverfi og aðstöðu þannig að bæjarbúar geti tileinkað sér heilbrigða lífshætti með reglubundinni hreyfingu og hollu mataræði.

Markmið:

 • Heilsuvika verði haldin árlega í maí.
 • Stofnaður verði lýðheilsuhópur sem samhæfir heilsustefnu  bæjarbúa, fyrirtækja og stofnana í bænum.
 • Aðstaða verði tryggð fyrir alhliða og fjölbreytta heilsurækt.
 • Seltjarnarnesbær geri allar upplýsingar er varða almenningsíþróttir aðgengilegar á vef bæjarins.
 • Gott aðgengi sé að náttúruperlum og opnum svæðum.
 • Tryggja framboð á fjölbreyttri hreyfingu svo allir finni eitthvað  við sitt hæfi.

Leiðir:

 • Efla og viðhalda vitund íbúa um mikilvægi þátttöku í almenningsíþróttum.
 • Auka þekkingu með öflugri fræðslu- og forvarnarstarfi.
 • Viðhalda og fjölga göngu- og hlaupaleiðum og tryggja að  þær séu vel merktar.
 • Aðskilja hjólastíga og gönguleiðir þar sem hægt er.
 • Bæta við útiæfingatækjum á hlaupaleiðum og við  íþróttamiðstöð.
 • Tryggja stöðuga þróun og viðhald á íþróttamannvirkjum.
 • Eldri borgurum verði tryggður góður aðgangur að íþróttamannvirkjum bæjarins.
 • Stofnanir bæjarins bjóði uppá hollan og fjölbreyttan mat.
 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi stýrir lýðheilsuhóp.Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: