Stjórnsýsla

Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness

Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness Pdf skjal 110 kb

Markmiðið með jafnréttisstefnu leikskólanna er að tryggja fullt jafnrétti kynjanna þ.e. barna, starfsmanna og foreldra. Jafnréttisstefnan er leiðarvísir fyrir starfsfólkið til að stuðla að góðu jafnræði í hvívetna.  

Í jafnréttisstefnunni er lögð áhersla á góð samskipti við börnin, á milli barnanna innbyrðis, á milli starfsfólksins og við foreldra barnanna.

Í leikskólum Seltjarnarness:

 • tekur skipulag leikskólastarfsins mið af jafnrétti beggja kynja, þar sem stúlkur jafnt sem drengir fá að njóta sín.
 • er stuðlað að vináttu og samleik drengja og stúlkna.
 • eru leikföng og efniviður sem höfða jafnt til stúlkna og drengja.
 • er forðast að hafa staðlímyndir í bókum og/eða söngtextum.
 • er jafnræðis gætt í framkomu og viðmóti við börnin.

Í leikskólum Seltjarnarness:

 • er stuðlað að því að karlar jafnt sem konur ráðist til starfa.
 • er vinnuframlag og ábyrgð beggja kynja jafnt.
 • er leitast við að fræða starfsfólk og opna umræðu um jafnréttismál.

Í leikskólum Seltjarnarness:

 • eru báðir foreldrar hvattir til þátttöku í leikskólastarfinu.
 • er upplýsingastreymi beint til beggja foreldra.
 • er stuðlað að góðu samstarfi við báða foreldra.

Til að viðhalda jafnréttisstefnu leikskólanna skal einn starfsmannafundur á ári tileinkaður jafnréttisumræðu.


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: