Stjórnsýsla

Stefna og samþykktir

Reglur um greiðslur til foreldra/forráðamanna barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi sem eru á biðlista eftir daggæslu- eða leikskólaplássi.

Skilyrði fyrir greiðslu eru:

1.     Að barnið eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.

2.     Að barnið sé á biðlista eftir plássi hjá dagforeldri eða leikskólaplássi.

3.     Að barn einstæðra foreldra hafi náð 6 mánaða aldri og barn hjóna /sambúðarfólks hafi náð 9 mánaða aldri.

4.     Að foreldri sæki um niðurgreiðslur til Seltjarnarnesbæjar, á þar til gerðu eyðublaði

        (sjá, mínar síður https://innskraning.island.is/?id=minarsidur.seltjarnarnes.is )

 

Greiðsla Seltjarnarnesbæjar til foreldra vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi sem eru á biðlista eftir daggæslu eða leikskólapássi miðast við gildandi gjaldskrá fyrir niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsum hverju sinni.[1] Að uppfylltum skilyrðum kemur greiðsla til útborgunar fyrsta virkan dag hvers mánaðar og greiðist fyrirfram.

 

·         Greiðsla tekur gildi frá mánaðmótunum eftir að umsókn berst.

·         Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.

·         Greiðslum er hætt þegar barnið fær dagvistun eða leiskólapláss.

 

Gildir frá 1. mars 2018.


[1] Einstæðir foreldrar skulu framvísa hjúskaparvottorði og námsmenn vottaðri staðfestingu á námsvist.

Senda greinGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: