Stjórnsýsla

Stefna og samþykktir

Reglur um kjör íþróttamanns og íþróttakonu Seltjarnarness.

 1. Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness gengst fyrir útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Seltjarnarness í janúarmánuði ár hvert.

 2. Íþróttamaður og íþróttakona Seltjarnarness fá farandbikar sem skal vera í vörslu þeirra í eitt ár ásamt eignabikar.

 3. Einnig fá íþróttamaður og íþróttakona Seltjarnarness peningastyrk að upphæð kr. 100.000.- sem er ætlaður sem hvatning til enn betri afreka í framtíðinni.

 4. ÍTS óskar eftir tilnefningum frá íþróttafélögum á Seltjarnarnesi svo og sérsamböndum innan ÍSÍ.

 5. Aðeins skal tilnefna þá íþróttamenn sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi þegar kjörið fer fram.

 6. Útnefndur er einn úr hópi kvenna og einn úr hópi karla sem bera skulu titilinn í eitt ár.

 7. Val á Íþróttamanni og íþróttakonu Seltjarnarness skal taka mið af árangri en einnig hvort viðkomandi sé jákvæð og virðingarverð fyrirmynd í hátterni, líferni og líklegur til þess að hefja íþróttir og íþróttaiðkun til vegs og virðingar.

 8. Viðurkenningar eru veittar Seltirningum sem keppt hafa í unglingalandsliðum.

 9. Viðkurkenningar eru veittar ungu og efnilegu íþróttafólki fyrir ástundun og árangur.

 10. Viðurkenningar eru veittar Seltirningi(um) sem hefur/hafa unnið framúrskarandi vel að íþrótta- og eða æskulýðsmálum.

 11. Afhending viðurkenninganna skal fara fram með viðhöfn og er það í höndum formanns ÍTS í hvert sinn að stjórna dagskránni.

 12. Fastir boðsgestir eru: Bæjarstjórn, stjórnir deilda Gróttu og þjálfarar, stjórn sunddeildar KR, stjórn golfklúbbs Ness og aðstandendur íþróttafólks sem hlýtur viðurkenningu.Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarnes


Senda greinGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: