Stjórnsýsla

Stefna og samþykktir

Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum Endurskoðun sumar 2010

Það er markmið Seltjarnarnesbæjar að tónlistarnám fari fram í Tónlistarskóla Seltjarnarness og stefnir bæjarfélagið að því framboð tónlistarnáms við skólann sé fjölbreytt og fullnægi þörfum sem flestra bæjarbúa. Seltjarnarnesbær er ekki skuldbundin til að greiða námskostnað fyrir nemendur í tónlistarnámi utan sveitarfélagsins þar sem fyrir því eru ekki neinar lagalegar skyldur.

Frá og með hausti 2010 verður ekki veittur styrkur til nemenda sem eru að hefja tónlistarnám utan Seltjarnarness eða eru að halda áfram námi eftir hlé, né verður greitt með nemendum sem eru 20 ára og eldri. Með öðrum nemendum verður einungis greitt skólaárið 2010-2011. Er þetta því síðasta skólaárið sem Seltjarnarnesbær tekur þátt í kostnaði vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags og lýkur greiðsluþátttöku vorið 2011.

 

Frá haustinu 2010 gilda eftirfarandi reglur:

  1. Sækja skal um fyrir hvert skólaár og skulu umsóknir berast fyrir 20. apríl ár hvert. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um námsframvindu og áætluð lok náms.
  2. Seltjarnarnesbær styrkir ekki tónlistarnám á háskólastigi. Ekki verður greitt með nemendum eftir að þeir hafa náð 20 ára aldri.
  3. Afgreiðsla umsókna um tónlistarnám í öðrum tónlistarskólum en Tónlistarskóla Seltjarnarness er á vegum samráðsnefndar fræðslu- og menningarsviðs og Tónlistarskóla Seltjarnarness og fer fram einu sinni á ári fyrir maílok.
  4. Ef nemandi er nýtur styrks flytur lögheimili sitt í annað sveitarfélag á skólaárinu fellur styrkur samstundis niður.

 

Samþykktar á fundi fjárhags- og launanefndar 28. júní 2010.

 

Reglurnar taka gildi við samþykkt og eiga því við vegna tónlistarnáms frá og með skólaárinu 2010/2011.Senda greinGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: