Stjórnsýsla

Stefna og samþykktir

Reglur um afslátt af skráningar- og eftirlitsgjaldi með hundi, samanber 2. málsgrein 7. greinar gjaldskrár fyrir hundahald á Seltjarnarnesi

Reglur um afslátt af skráningar- og eftirlitsgjaldi með hundi, samanber 2. málsgrein 7. greinar gjaldskrár fyrir hundahald á Seltjarnarnesi

1. gr.

Hafi skráður eigandi hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi, sem viðurkennt er af Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis á hann rétt á 50% afslætti af eftirlitsgjaldi, samanber 3. grein gjaldskrár fyrir hundahald á Seltjarnarnesi, í samræmi við neðangreindar reglur.

2. gr.

Skilyrði fyrir afslætti samkvæmt 1. grein eru eftirfarandi:

  1. Gjöld til bæjarins af hundinum séu ekki í vanskilum.
  2. Umsækjandi hafi að öðru leyti ekki orðið uppvís að því að brjóta samþykki um hundahald á Seltjarnarnesi.

3. gr.

Sækja skal um afslátt vegna eftirlitsgjalda með gjalddaga 1. maí, ekki síðar en fyrir eindaga þeirra, sem er 1. júní sama ár. Afsláttur er ekki veittur fyrir liðið gjaldatímabil. Ekki er nauðsynlegt að endurnýja umsókn árlega en Seltjarnarnesbær getur afturkallað afslátt ef leyfishafi fullnægir ekki skilyrðum 2. greinar.

Hafi afsláttur verið felldur niður, getur skráður eigandi hunds, sótt um afslátt að nýju að þremur árum liðnum hafi hann fullnægt skilyrðum 2. greinar allan þann tíma.

4. gr.

Umsókn um afslátt af gjöldum skal afhent afgreiðslu Seltjarnarnesbæjar. Umsókn skal fylga staðfesting á þátttöku í viðurkenndu námskeiði sem útgefin er af námskeiðshaldara.

Ofangreinar reglur voru samþykktar á 534. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, 23. maí 2001.Senda greinGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: