Stjórnsýsla

Stefna og samþykktir

Reglur um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í kostnaði aldraðra við sjúkraþjálfun.

Reglur um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í kostnaði aldraðra við sjúkraþjálfun. Pdf skjal til útprentun

Seltjarnarnesbær endurgreiðir ellilífeyrisþegum, 67 ára og eldri, kostnaðarhlutdeild þeirra í sjúkraþjálfun.

Endurgreidd eru allt að 10 skipti á ári og er miðað við almanaksárið.

Endurgreiddar eru 2.783.- kr. fyrir hvert skipti og miðast þar við greiðslur sjúkratryggðra fyrir sjúkraþjálfun frá Sjúkratryggingum Íslands. Endurgreiðslur geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en hlutdeild notanda er eins og hún kemur fram á framvísuðum reikningi.

Endurgreiðslur fara þannig fram að viðkomandi ellilífeyrisþegi greiðir sinn hlut sjálfur hjá viðkomandi sjúkraþjálfara en framvísar síðan greiddum reikningi á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 og fyllir þar út beiðni um endurgreiðslu. Greiðsla eru lögð inn á reikning viðkomandi innan þriggja vikna.

Eingöngu er endurgreitt vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfurum.

Reglur þessar taka gildi  1. janúar 2010, uppfærðar 1. janúar 2019  

Senda greinGott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: