Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir kattahald á Seltjarnarnesi

1. gr.

Eigendur katta á Seltjarnarnesi skulu greiða bæjarsjóði skráningargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem ætluð er til að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um kattahald á Seltjarnarnesi.

2. gr.

Við umsókn um skráningu kattar skal innheimta gjald að upphæð kr. 3.500.

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 15. desember 2014 með vísan í samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi nr. 184/2011, staðfestist hér með samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015.

Seltjarnarnes 16 desember 2014.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: