Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Stjórnsýsla
Starfsáætlun

Starfsáætlun Fjárhags- og stjórnsýslusviðs árið 2009

Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness hefur  yfirumsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, daglegum rekstri, bókhaldi, starfsmannahaldi og launavinnslu, móttöku og greiðslu reikninga, skjalavörslu og almennri símavörslu og leiðbeinandi þjónustu við íbúa bæjarins.  Þá er álagning og innheimta þjónustu-, fasteigna- og hitaveitugjalda verkefni sem tilheyra sviðinu. Upplýsingagjöf til bæjarbúa, starfsmanna og viðskiptavina ásamt umsjón tölvumála og heimasíðu eru einnig verkefni Fjárhags- og stjórnsýslusviðs.

Viðskiptavinir Fjárhags- og stjórnsýslusviðs eru íbúar Seltjarnarness, fyrirtæki með starfsemi á Seltjarnarnesi, fyrirtæki og einstaklingar sem kaupa eða selja bænum vörur og þjónustu og starfsmenn bæjarins.
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: